2021_I. Kringlan, xxx


audur19 (at) lhi.is

        Task 1: Feeling

Exploring Kringlan
What does Kringlan really look like?

When thinking about Kringlan
GREY was our immediate first thought

We wanted to explore the area and see if there was anything more interesting than our first impression implied, something that would detach the GREY feeling from Kringlan in our minds

We realized that we have never actually seen Kringlan and wanted to find out what it really looks like

We made a little video of different parts of it to try to understand the building and became interested in the many different forms and shapes and would like to examine further
Kringlan könnuð
Hvernig lítur Kringlan út í raun og veru?

Grátt var það fyrsta sem við sáum fyrir okkur þegar við hugsuðum um Kringluna

Okkur langaði að kanna svæðið og komast að því hvort það væri eitthvað áhugaverðara að finna þar, eitthvað til að brjótast út úr þessari gráu tilfinningu

Við áttuðum okkur á því að við gátum hvorugar séð fyrir okkur hvernig byggingin sjálf lítur út í raun og veru eða úr hvaða formum hún er gerð

Áhugi kviknaði þegar við fórum að skoða form byggingarinnar og hve mörg og ólík þau eru og útkoman varð því náin skoðun á formum og útliti Kringlunnar í formi video verks






Auður Ásta
Heiða Sigrún


              


PHASE 3 - DESIGNING KRINGLAN

        TASK 6 - SHAPING POLITICS
        TASK 7 - DESIGNING CONCEPT
        TASK 8 - DESIGNING POLITICS


Tíminn og vatnið
500 orð sem útskýra verkefnið

Kringlureiturinn er einn fjölmennasti staðurinn á höfuðborgarsvæðinu, sem þúsundir manna heimsækja daglega. Hann er staðsettur við tvær stærstu umferðagötur landsins, Kringlumýrarbraut og Miklubraut sem gerir reitinn einstaklega miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið hefur því góða möguleika fyrir framtíðina einnig hvað varðar tengingu við umhverfið í kring, skóla, atvinnu, íbúðarhverfi, heilbrigðisstofnanir og miðbæinn.  

Í dag er Kringlureiturinn ekki í takt við aðstæður í nútíma samfélagi þegar kemur að umhverfissjónarmiðum en var hann hannaður fyrir einkabílinn. Reiturinn er einangruð eyja umvafin umferð þar sem tengingin við önnur hverfi er lítil sem engin. Mismunun er á gangandi vegfarendum og einkabílnum á svæðinu þar sem allar samgöngur eru hugsaðar út frá 
einkabílnum og í raun ekki gert ráð fyrir gangandi vegfarendum um svæðið sem myndar mikið ójafnvægi.  

Í okkar verkefni sjáum við fyrir okkur að Kringlureitur verði kolefnislaust svæði með því að viðhalda eins miklum gróðri og hægt er og endurheimta votlendin, með endurnýtingu regnvatns,  sem einu sinni voru partur af svæðinu. Þau binda kolefnin úr andrúmsloftinu og mengunina sem kemur frá umferðinni í kring, sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika. 

Við viljum nýta sem flestar núverandi byggingar á svæðinu en þær sem þarf nauðsynlega að rífa niður er mikilvægt að endurvinna þau efni sem falla frá. Nýbyggingarnar verða úr umhverfisvænum efnum sem fanga koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þær verða menningalega sjálfbærar og með sveigjanleg rými sem geta lagað sig að breyttum aðstæðum, sem dæmi má nefna bílakjallarann og skrifstofubyggingar.  

Við höfum íbúðarhverfið lágreist til að sólarljósið nái að flæða sem mest um svæðið og inn í íbúðir svo að allir fái nægt sólarljós. Þannig náum við fram heilbrigðu umhverfi og samfélagi, einnig með gróðursælum görðum þar sem íbúar geta ræktað sinn eigin mat og tengst náttúrunni. Við viljum búa til sveigjanleg almennings- og einkarými með tilliti til vinda, sólarljóss og skuggamyndunar. Í skipulagi íbúðarhverfisins er gert ráð fyrir að fyrsta hæðin sé fyrir verslanir og veitingar ásamt leikskóla, hæðirnar fyrir ofan eru fyrir íbúðir sem eru allt frá stúdíó íbúðum yfir í stærri fjölskyldu íbúðir. Með þessu viljum við koma í veg fyrir áberandi stéttaskiptingu og leggja áherslu á blandaða íbúðarbyggð. Ásamt því að anna eftirspurnum á íbúðum fyrir stærri fjölskyldur sem hingað til hafa þurft að flytja úr hverfinu. Gert er ráð fyrir að listaháskóli verði í gamla Moggahúsinu og í nýbyggingu í kring með góðri tengingu við Borgarleikhúsið. 

Kringlureiturinn er líklega einn miðlægasti reitur höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að samgöngum og samgöngutengingum. Þar munu tvær stöðvar Borgarlínu liggja, önnur tengir svæðið við efri hverfi Reykjavíkur og Mosfellsbæ en hin við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Sem auðveldar íbúum að lifa bíllausum lífstíl. 

Við viljum minnka og hægja á umferð í kring um svæðið, annars vegar með því að setja gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í stokk og þar með minnkum við hávaða og svifryksmengun til muna auk þess sem hverfið verður öruggara fyrir íbúa sérstaklega börn sem sækja í skóla eða tómstundir í nærliggjandi hverfum. Hinsvegar með því að lækka hámarkshraða niður í 30 km/h og göturnar í íbúðarhverfinu verða vistgötur með 10 km/h hámarkshraða. Vistgöturnar verða sameiginlegt rými gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda, ekki er gert ráð fyrir mörgum bílastæðum á götunum en lögð er áhersla á „drop off zone.“ Næg stæði verða í bílakjallaranum sem er undir hluta af svæðinu.  

Við viljum með þessari hugmynd hvetja borgina og vonandi allt landið til að gera drastískar breytingar í átt að heilbrigðara samfélagi og hreinna umhverfi. 


Tíminn og vatnið

We want Kringlan area to be a healthy carbon negative space.
We want to try to regain a part of the wetlands that once was in the area. Wetlands are one of Iceland’s most crucial actions to fight climate change by capturing CO2 from the atmo- sphere. Greenery will also help with CO2 along with the wet- lands, and they will help maintain biodiversity in the area.
We want to repurpose most existing buildings in the area and materials from the small portion we need to tear down will be reused as much as possible and the rest recycled. All buld- ings will be adaptable for the future and made from environ- mentally friendly materials that capture CO2 from the air.
We want to minimize traffic in the area by putting the inter- section og Kringlumýrarbraut and Miklabraut underground and focusing on public transport. Thereby we are reducing air and noise pollution, the safety off the habitants and bet- ter connections to the other neighborhoods around.
We want healthy living spaces with green gardens where res- idents will be able to grow their own food and connect to nature in the middle of the city.
We want to create flexible public and private spaces with consideration for wind, sunlight and shadow formation.
We want to help empower the whole city, and hopefully the whole country, to make a change.



  


Auður Ásta
Heiða Sigrún
Katrín Eir
Sól

Cargo Collective > Iceland University of the Arts > School of Architecture 
Urban Lab - Design Agency